Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Þurfa að borga 172 milljónir punda til að fá Haaland eftir tvö ár
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé með tvær mismunandi klásúlur í samningi sínum við Manchester City.

Haaland var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 51 milljón pund í maí en hann gerði fimm ára samning við félagið.

Það hefur verið rætt og ritað um þessa sérstöku klásúlu sem hann vildi láta setja í samning sinn.

Greint var frá því að ein klásúla myndi virkjast árið 2024 en þá gætu önnur félög fengið hann fyrir 130 milljónir punda.

Spænska blaðið Marca segist hafa heimildir fyrir því að sú klásúla er 172 milljónir punda en árið 2025 geta félög greitt riftunarákvæðið sem er 150 milljónir punda.

Ensku blöðin eru á því að Haaland taki við stöðu Karim Benzema hjá Real Madrid þegar hann ákveður að yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner