Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 04. ágúst 2022 22:56
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst hann bara spennandi, þannig séð við áttum mjög dapran fyrri hálfleik, ógnum reyndar úr hornspyrnum sem voru góðar. Mun betri seinni hálfleikur og þá skorum við sigur markið út hornspyrnu einmitt. Við vorum búnar að ræða það í hálfleik að við vorum að fá fínar stöður í hornunum í fyrri hálfleik", sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar eftir 1-2 sigur liðsins á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Já andstæðingurinn lagði mikið í þennan leik og við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu að vinna hann. Annað markið átti að vera löngu komið en allt í lagi, það má skora hvenær sem er", bætti Kristján við. 
Stjörnunni gekk erfiðlega að skora í leiknum og kom sigurmarkið ekki fyrr en seint í uppbótar tíma. 

„Ég skal alveg viðurkenna það að hugsunin var komin í það að, já boltinn fór í stöngina og andstæðingurinn var að henda sér fyrir skotinn inni í teig svona heppnin var ekki með okkur svona mestan hluta leiksins, það hefur alltaf mikið að segja þegar að þú verður heppin með skotin en svo vorum við heppin í lokinn".

„Það var auðvitað mjög gott, það breytti öllum hugsunargangi sem ég var að hugsa um fyrir næstu daga og undirbúning fyrir leikinn á þriðjudaginn og svo þegar við skorum þarna í uppbótatíma þá þurfti maður að hugsa allt upp á nýtt þannig að hugurinn er á fleygiferð alltaf þegar maður er að stýra þessum leikjum en þetta var hrikalega flott að sjá leikmennina virkilega ætla sér að skora sigurmarkið, það var gott", sagði Kristján þegar hann var spurður út í sigurmarkið. 
Stjarnan situr í 3. sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins 4 stigum á eftir Breiðablik sem er í 2. sæti, þessi lið mætast á þriðjudaginn næsta,
„Bara ferlega spennandi en við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á það að mæta til leiks eins og við gerðum í dag. Við þurfum að vera heldur betur á tánum á móti Blikunum því þær eru verulega sterkar".

Viðtalið má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir