Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 04. ágúst 2022 22:56
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst hann bara spennandi, þannig séð við áttum mjög dapran fyrri hálfleik, ógnum reyndar úr hornspyrnum sem voru góðar. Mun betri seinni hálfleikur og þá skorum við sigur markið út hornspyrnu einmitt. Við vorum búnar að ræða það í hálfleik að við vorum að fá fínar stöður í hornunum í fyrri hálfleik", sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar eftir 1-2 sigur liðsins á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Já andstæðingurinn lagði mikið í þennan leik og við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu að vinna hann. Annað markið átti að vera löngu komið en allt í lagi, það má skora hvenær sem er", bætti Kristján við. 
Stjörnunni gekk erfiðlega að skora í leiknum og kom sigurmarkið ekki fyrr en seint í uppbótar tíma. 

„Ég skal alveg viðurkenna það að hugsunin var komin í það að, já boltinn fór í stöngina og andstæðingurinn var að henda sér fyrir skotinn inni í teig svona heppnin var ekki með okkur svona mestan hluta leiksins, það hefur alltaf mikið að segja þegar að þú verður heppin með skotin en svo vorum við heppin í lokinn".

„Það var auðvitað mjög gott, það breytti öllum hugsunargangi sem ég var að hugsa um fyrir næstu daga og undirbúning fyrir leikinn á þriðjudaginn og svo þegar við skorum þarna í uppbótatíma þá þurfti maður að hugsa allt upp á nýtt þannig að hugurinn er á fleygiferð alltaf þegar maður er að stýra þessum leikjum en þetta var hrikalega flott að sjá leikmennina virkilega ætla sér að skora sigurmarkið, það var gott", sagði Kristján þegar hann var spurður út í sigurmarkið. 
Stjarnan situr í 3. sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins 4 stigum á eftir Breiðablik sem er í 2. sæti, þessi lið mætast á þriðjudaginn næsta,
„Bara ferlega spennandi en við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á það að mæta til leiks eins og við gerðum í dag. Við þurfum að vera heldur betur á tánum á móti Blikunum því þær eru verulega sterkar".

Viðtalið má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner