Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fim 04. ágúst 2022 22:56
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst hann bara spennandi, þannig séð við áttum mjög dapran fyrri hálfleik, ógnum reyndar úr hornspyrnum sem voru góðar. Mun betri seinni hálfleikur og þá skorum við sigur markið út hornspyrnu einmitt. Við vorum búnar að ræða það í hálfleik að við vorum að fá fínar stöður í hornunum í fyrri hálfleik", sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar eftir 1-2 sigur liðsins á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Já andstæðingurinn lagði mikið í þennan leik og við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu að vinna hann. Annað markið átti að vera löngu komið en allt í lagi, það má skora hvenær sem er", bætti Kristján við. 
Stjörnunni gekk erfiðlega að skora í leiknum og kom sigurmarkið ekki fyrr en seint í uppbótar tíma. 

„Ég skal alveg viðurkenna það að hugsunin var komin í það að, já boltinn fór í stöngina og andstæðingurinn var að henda sér fyrir skotinn inni í teig svona heppnin var ekki með okkur svona mestan hluta leiksins, það hefur alltaf mikið að segja þegar að þú verður heppin með skotin en svo vorum við heppin í lokinn".

„Það var auðvitað mjög gott, það breytti öllum hugsunargangi sem ég var að hugsa um fyrir næstu daga og undirbúning fyrir leikinn á þriðjudaginn og svo þegar við skorum þarna í uppbótatíma þá þurfti maður að hugsa allt upp á nýtt þannig að hugurinn er á fleygiferð alltaf þegar maður er að stýra þessum leikjum en þetta var hrikalega flott að sjá leikmennina virkilega ætla sér að skora sigurmarkið, það var gott", sagði Kristján þegar hann var spurður út í sigurmarkið. 
Stjarnan situr í 3. sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins 4 stigum á eftir Breiðablik sem er í 2. sæti, þessi lið mætast á þriðjudaginn næsta,
„Bara ferlega spennandi en við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á það að mæta til leiks eins og við gerðum í dag. Við þurfum að vera heldur betur á tánum á móti Blikunum því þær eru verulega sterkar".

Viðtalið má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner