Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 04. ágúst 2022 22:56
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst hann bara spennandi, þannig séð við áttum mjög dapran fyrri hálfleik, ógnum reyndar úr hornspyrnum sem voru góðar. Mun betri seinni hálfleikur og þá skorum við sigur markið út hornspyrnu einmitt. Við vorum búnar að ræða það í hálfleik að við vorum að fá fínar stöður í hornunum í fyrri hálfleik", sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar eftir 1-2 sigur liðsins á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Já andstæðingurinn lagði mikið í þennan leik og við þurftum að hafa virkilega fyrir þessu að vinna hann. Annað markið átti að vera löngu komið en allt í lagi, það má skora hvenær sem er", bætti Kristján við. 
Stjörnunni gekk erfiðlega að skora í leiknum og kom sigurmarkið ekki fyrr en seint í uppbótar tíma. 

„Ég skal alveg viðurkenna það að hugsunin var komin í það að, já boltinn fór í stöngina og andstæðingurinn var að henda sér fyrir skotinn inni í teig svona heppnin var ekki með okkur svona mestan hluta leiksins, það hefur alltaf mikið að segja þegar að þú verður heppin með skotin en svo vorum við heppin í lokinn".

„Það var auðvitað mjög gott, það breytti öllum hugsunargangi sem ég var að hugsa um fyrir næstu daga og undirbúning fyrir leikinn á þriðjudaginn og svo þegar við skorum þarna í uppbótatíma þá þurfti maður að hugsa allt upp á nýtt þannig að hugurinn er á fleygiferð alltaf þegar maður er að stýra þessum leikjum en þetta var hrikalega flott að sjá leikmennina virkilega ætla sér að skora sigurmarkið, það var gott", sagði Kristján þegar hann var spurður út í sigurmarkið. 
Stjarnan situr í 3. sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins 4 stigum á eftir Breiðablik sem er í 2. sæti, þessi lið mætast á þriðjudaginn næsta,
„Bara ferlega spennandi en við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á það að mæta til leiks eins og við gerðum í dag. Við þurfum að vera heldur betur á tánum á móti Blikunum því þær eru verulega sterkar".

Viðtalið má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner
banner