Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Trent geta orðið einn þann besta í sögunni - Blessun í dulargervi að missa af HM?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold var til umræðu á Sky Sports í gær. Trent, sem er 23 ára hægri bakvörður, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í upphafi leiktíðar fyrir slakan varnarleik og hann spilaði svo ekki mínútu fyrir England í nýliðnu landsliðsverkefni.

Fyrrum hægri bakvörðurinn Gary Neville tjáði sig um Trent. „Enginn bakvörður sem ég hef séð í þessu landi getur gert það sem hann getur gert. Ef hann getur unnið í einföldu (varnar) atriðunum og náð upp stöðugleika, þá verðum við ekki bara með einn besta bakvörð sem upp hefur komið á Englandi, því við munum væntanlega vera með besta hægri bakvörð í sögunni."

„Hann gæti farið á sama stall og Cafu, það er eitthvað ótrúlega sérstakt við hann. Hann þarf að vinna í varnarleiknum, ég sagði fyrir nokkrum árum að hann þyrfti að taka alvarlega og vera betur á tánum. Það mun á einhverjum tímapunkti há honum."


Neville segir að það gæti orðið blessun í dulargervi ef Trent fer ekki á HM. Það sé ójafnvægi í leik Trent sem hann gæti unnið í að laga.

„Það gæti verið það jákvæðasta á hans ferli, ef hann fengi fimm til sex vikur þar sem hann bókstaflega vinnur bara í sínum veikleikum með þjálfara."

Samkeppnin um hægri bakvarðarstöðuna í landsliðinu er mikil. Trent berst þar við Kyle Walker, Reece James og Kieran Trippier um mínútur í liðinu og sæti í hópnum.
Athugasemdir
banner