Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur verið gagnrýndur fyrir byrjun sína með franska félaginu Lille á tímabilinu.
Hákon var keyptur til Lille frá FC Kaupmannahöfn fyrir allt að 17 milljónir evra í sumar. Hann var stórkostlegur á undirbúningstímabilinu en hefur átt erfitt uppdráttar eftir að franska úrvalsdeildinni fór af stað.
Hákon var keyptur til Lille frá FC Kaupmannahöfn fyrir allt að 17 milljónir evra í sumar. Hann var stórkostlegur á undirbúningstímabilinu en hefur átt erfitt uppdráttar eftir að franska úrvalsdeildinni fór af stað.
Hákon, sem er tvítugur að aldri, hefur spilað níu keppnisleiki með Lille í upphafi tímabils og er með eina stoðsendingu í þeim leikjum. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur mikla trú á því að Hákon muni finna sig hjá Lille eftir því sem líður á tímabilinu. Hann tekur í sama streng og Paulo Fonseca, þjálfari Lille, sem kom Hákoni til varnar eftir mikla gagnrýni á dögunum.
„Hákon átti frábært undirbúningstímabil en ég held að hann viti að það er erfitt að aðlagast hjá stóru félagi í einni af sterkustu deildunum. En ég hef engar áhyggjur af Hákoni þar sem hann er tilbúinn að leggja mikið á sig," sagði Age á fréttamannafundi í dag.
„Þú þarft að spila honum í eins konar frjálsu hlutverki. Hann hleypur mikið og hann vill hlaupa fram á við. Ég held að hann muni finna sig fyrr frekar en síðar hjá Lille. Í landsliðinu er enginn vafi á því að Hákon mun spila."
Það eru margir ungir leikmenn í A-landsliðshópnum og Hákon er einn af þeim. Hann var frábær í sigri liðsins gegn Bosníu í síðasta landsliðsglugga.
„Hann, Orri, Ísak, Andri og Kristian... þessir leikmenn, ungu leikmennirnir verða mjög mikilvægir fyrir Ísland í framtíðinni. Við verðum að þróa þá til að styrkja hópinn fyrir næstu árin."
Athugasemdir