PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mið 04. október 2023 11:33
Elvar Geir Magnússon
Telur best fyrir Mikael Egil að spila með U21 frekar en að vera á bekknum
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide landsliðsþjálfari tilkynnti hóp fyrir komandi leiki í morgun. Á fréttamannafundi útskýrði hann þær breytingar sem hann gerir á hópnum og fór yfir meiðslastöðu leikmanna.

Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur á kálfa og Hörður Björgvin Magnússon er í langtímameiðslum eftir að hafa slitið krossband. Valgeir Lunddal Friðriksson er með brotið bein í fæti og þá er Sævar Atli Magnússon að spila í gegnum meiðsli hjá Lyngby.

Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia í ítölsku B-deildinni, er í U21 landsliðshópnum í þessum glugga en hann var í A-landsliðinu síðast.

„Á þessum tímapunkti tel ég það best fyrir leikmanninn að hann spili með U21 landsliðinu. Hann hefur verið á bekknum hjá okkur og ég met það best í stöðunni að hann verði með U21," segir Hareide.

   04.10.2023 10:38
Landsliðshópurinn: Gylfi valinn (Staðfest) - Aron í hópnum


Ísland leikur tvo leiki í undankeppni EM á Laugardalsvelli seinna í þessum mánuði, gegn Lúxemborg föstudagskvöldið 13. október og gegn Liechtenstein mánudagskvöldið 16. október. Ísland þarf að vinna þessa báða leiki til að halda í einhverja von um að komast á EM í gegnum riðilinn.

   04.10.2023 10:49
U21 hópurinn - Tveir koma nýir inn frá síðasta hóp

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner