Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. nóvember 2022 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markmið leikmanna og samstarf við tvö fyrirtæki hjálpuðu Stjörnunni að ná Evrópusæti
Frábært tímabil hjá Stjörnunni
Frábært tímabil hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engin álagsmeiðsl á tímabilinu.
Engin álagsmeiðsl á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var til að ná í þessi eitt prósent sem kæmi okkur fram fyrir aðra
Það var til að ná í þessi eitt prósent sem kæmi okkur fram fyrir aðra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessi stig liggja þar myndi ég segja.
Þessi stig liggja þar myndi ég segja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stefnan var klár að vera í topp tveimur á þessu tímabili. Leikmenn tóku þá ákvörðun í samvinnu við okkur þjálfarana. En það voru fyrst og fremst leikmennirnir sem höfðu þá tilfinningu fyrir hópnum og liðinu að það geti náð þetta langt. Markmiðið var sett á undirbúningstímabilinu þegar við sáum hvaða leikmenn yrðu í hópnum. Leikmenn finna hversu góðar þær eru, þetta var fundur sem við settum upp og ætluðum að vinna eftir þeim markmiðum sem við settum upp," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali við Fótbolta.net.

Stjarnan kom mörgum á óvart í sumar og endaði í 2. sæti deildarinnar. Liðið fer því í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili.

Hvað fannst Kristjáni um markmið leikmannahópsins þegar hann heyrði það? „Ég held að leikmönnum hafi tekist að sannfæra mig um að þetta væri raunhæft. Eftir fundinn þá hugsaði ég mikið um það hvernig þær sáu þetta fyrir sér. Ég var mjög ánægður með hvernig þær mátu liðið sjálfar. Um leið og það var búið að taka þessa ákvörðun var allt unnið eftir þessari áætlun. Ég hafði alveg getað séð að lágmarksmarkmiðið hjá hópnum hefði verið rétt ofar en við höfum verið undanfarin ár en þær voru harðar á þessu."

Stjarnan endaði í 4. sæti 2021, 6. sæti 2020 og 5. sæti 2019. Stjarnan endaði með 37 stig tímabilið 2021 en endaði með tíu stigum meira í ár. Í hverju liggja þessi tíu stig?

„Við fórum í alls kyns vinnu til að ná í þessi eitt prósent sem þarf til að ná toppárangri. Við hugsum mikið um að hjálpa leikmönnum í mataræðinu, hugsum um að þol og styrkur og allt slíkt sé eins gott og mögulegt er og fórum þar í samvinnu við tvö fyrirtæki: ITS Macros, þar sem leikmenn fylgdu mataráætlun og eins fórum við í mælingar hjá Greenfit í vetur og svo aftur núna í júlí til að finna hvað væri rétt æfingaálag. Það var til að ná í þessi eitt prósent sem kæmi okkur fram fyrir aðra. Ég held að þetta hafi hjálpað öllum, mismikið auðvitað. ITS Macros nær ekki til allra en ég veit að það voru margir leikmenn sem nýttu sér það og Greenfit hjálpaði okkur þjálfurunum að þjálfa. Þessi stig liggja þar myndi ég segja."

„Svo eru tveir punktar. Það er (EM) hléið, við settum þjálfunaráætlunina upp þannig að þetta væru tvö tímabil sem við værum að fara spila. Það var undirbúningur fyrir tímabilið fram að hléi og svo æfingaferð út til Katalóníu þar sem við hreinsuðum leikstílinn okkar og bættum við áherslum, aðallega með boltann. Í þeirri æfingaferð settum við í gang undirbúning fyrir keppnistímabil tvö."

„Um miðjan ágúst var þetta samt að renna út hjá okkur. Við gerðum jafntefli og svo var okkur sparkað út úr bikarnum í sömu vikunni. Þá voru háleitu markmið leikmannanna aðeins að fara svo við þurftum að finna aðra leið til að motivera leikmennina. Okkur tókst það í sameiningu á nokkuð skemmtilegan hátt sem varð til þess að við vorum nánast óstöðvandi það sem eftir var tímabils,"
sagði Kristján.

Kristján segir að hann hafi séð miklar breytingar á einstaka leikmönnum eftir að farið var í samstarf við ITS Macros og Greenfit. „Við fórum að gefa þessu gaum í fyrra þegar ein og ein fóru í ITS Macros. Þá ræddum við við þær og spurðum hvað þær voru að gera. Þá fengum við hugmyndina að senda allt liðið og það var bara mjög gaman. Þau sýna okkur mikinn áhuga og fylgja okkur eftir. Gott samband."

Kristján segir að til að byrja með hafi allir leikmenn tekið þátt í ITS Macros en svo sé mismunandi hvaða leikmenn haldi því áfram. „Það var einstaklingsbundið hverjar héldu áfram mjög stífu prógrami, hverjar lærðu á þetta og vissu hvað það væru að gera og svo einhverjar sem kannski tengdu ekki við þetta. Það er bara eins og það er í lífinu."

Stjarnan gat mikið rúllað á sama liðinu, liðið slapp að miklu leyti við meiðsli á tímabilinu.

„Við lendum bara í höggum, engin álagsmeiðsl eða tognun á vöðva. Við teljum dagana, verst að ég skildi ekki vera búinn að undirbúa mig hvað það eru margir dagar en það er einhvern tímann síðan lengst inn í veturinn þar sem einhver álagsmeiðsli voru."

Tengiru það við ITS Macros og Greenfit?

„Við tengjum þetta við allt sem við gerum í þjálfuninni, þolæfingarnar, styrktaræfingarnar, hvernig við vinnum þol og annað út á velli. Við hlaupum ekki mikið án bolta til að ná þoli. Þetta er nánast allt gert með bolta og stefnubreytingum. Það er aldrei neitt neikvætt andrúmsloft inn á æfingunni. Og svo að sjálfsögðu er það þessi næringarráðgjöf og að vita hvernig við eigum að æfa. Leikmenn fá alveg skýrt að vita hvað þær eiga að gera þegar ekki er æfing hjá okkur eða frídagur. Þá er oft bara göngutúr. Þetta er samvinna milli þessara atriða."

„Þeir sem stjórna okkur þjálfurunum hafa myndað gott umhverfi í kringum liðið. Það er gott umhverfi á æfingum, allur aðbúnaður góður, klefi og allt slíkt. Ég held að þetta samtvinnist allt en fyrst og fremst hvernig þú hugsar um sjálfan þig."


Kristján segist sjálfur hafa prófað ITS Macros. „Að sjálfsögðu fékk ég áskorun um að fara í þetta og ég tók þátt. Maður verður að vita hvað leikmennirnir eru að fara í gegnum líka."

Viðtalið við Kristján í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan og inn á öllum hlaðvarpsveitum. Þar ræðir hann meira um tímabilið, Stjörnuna, samskipti stúlkna, sig sjálfan og ýmislegt fleira.
Kristján Guðmundsson - Hvernig náði Stjarnan Evrópusæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner