Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. desember 2019 09:32
Magnús Már Einarsson
Mourinho útskýrir af hverju hann bjó á hóteli í Manchester
Var sáttur á hótelinu í Manchester.
Var sáttur á hótelinu í Manchester.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar liðið mætir Manchester United á Old Trafford.

Mourinho stýrði Manchester United í tvö og hálft ár og allan þann tíma bjó hann á Lowry hótelinu á meðan fjölskylda hans bjó í London. Mourinho útskýrði á fréttamannafundi í gær af hverju hann vildi frekar búa á hóteli en í húsi.

„Ég hefði verið óhamingjusamur ef ég væri einn í húsi. Ég hefði neyðst til að þrífa, ég vil það ekki. Ég hefði neyðst til að strauja föt og ég kann það ekki. Ég hefði neyðst til að elda; Ég hefði spælt egg og grillað pylsur því það er það eina sem ég kann að gera," sagði Mourinho.

„Ég bjó í ótrúlegri íbúð. Þetta var ekki bara herbergi. Þetta var minn staður allan tímann. Það var ekki eins og ég þyrfti að fara eftir eina viku. Þetta var mín íbúð. Ég var með allt þar; sjónvarpið mitt, bækurnar mínar og tölvuna mína. Ég sat sagt 'vinsamlegast gefið mér kaffi latte' eða 'ég vil ekki fara niður í mat, komið með matinn upp til mín."

„Ef ég var að horfa á fótbolta eða að vinna með aðstoðarmönnum mínum þá bað ég um að fá mat. Ég hafði allt. Ef þetta hefði verið íbúð sem ég hefði búið einn í þá hefði þetta verið mun erfiðara. Þetta var gott, meira en nógu gott."

Athugasemdir
banner
banner