Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. desember 2019 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sameiginlegan fána Liverpool og Everton
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Everton í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag og ætla stuðningsmenn að mæta með fána til stuðnings þeirra sem misstu ástvini í Hillsborough harmleiknum ógurlega í apríl 1989.

Hugmyndin er að halda fánanum yfir lögregluborðanum sem aðskilur stuðningsmannasvæði Liverpool og Everton til að sýna samheldnina í borginni. Tvö félög, ein borg.

Fólk um allan heim, og þá sérstaklega í Liverpool, er ósátt með hvernig Hillsborough málið hefur verið höndlað. Stuðningsmönnum var kennt um dauðsföllin á sínum tíma en Liverpool-búar telja að sökin liggi hjá lögreglunni.

Fyrir rúmum tveimur árum voru 6 menn innan lögreglunnar kærðir fyrir sinn þátt í harmleiknum, meðal annars David Duckenfield fyrrum yfirmaður lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri. Duckenfield hafði yfirumsjón með löggæslu í kringum leikinn og var kærður fyrir manndráp af gáleysi.

Hinn 75 ára gamli Duckenfield var sýknaður fyrir nokkrum dögum, í lok nóvember, og hefur sá dómur ekki farið vel í borgarbúa. Þess vegna hafa þeir ákveðið að mæta með sameiginlegan fána.


Athugasemdir
banner
banner