
Olivier Giroud hefur fengið langbesta færið í leik Frakklands og Póllands hingað til.
Eftir tæplega hálftíma leik fékk hann sendingu inn á teiginn frá Ousmane Dembele en setti boltann framhjá á galopið markið. Erfiðara að klúðra en að skora þarna.
Hann var að vonum svekktur út í sjálfan sig.
Þetta er búið að vera opinn og skemmtilegur leikur hingað til en það vantaði bara markið. Það kom svo í lok fyrri hálfleiksins.
Giroud tókst að bæta upp fyrir klúðrið þegar hann kom Frökkum yfir. Vörn Póllands var ekki sannfærandi.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir