Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hollendingar drukku án afláts eftir tapið gegn Spáni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í landsliðinu sem tapaði úrslitaleik HM 2010 gegn sterku liði Spánverja, sem unnu einnig EM 2008 og 2012.

Van der Vaart opnaði sig um úrslitaleikinn í viðtali á dögunum þegar hann var spurður hvernig landsliðsmennirnir hafi brugðist við tapinu.

„Við byrjuðum bara að drekka og hættum ekki. Eftir tvær flöskur af víni voru vonbrigðin fljótt gleymd," sagði Van der Vaart og hló. „Sergio Ramos kom inn í klefa til okkar eftir leikinn og samhryggðist með okkur. Hann fékk sér drykk með okkur og við drukkum allir saman. Það var frekar gaman.

„Við sváfum ekkert yfir nóttina á hótelinu og héldum áfram að drekka í fluginu heim frá Suður-Afríku. Á ákveðnum tímapunkti sofnuðum við í flugvélinni eftir að hafa drukkið án afláts."


Það var rúm milljón Hollendinga sem fagnaði landsliðinu við heimkomuna í Amsterdam. Landsliðsmennirnir sigldu um borgina og héldu áfram að drekka í fagnaðarlátunum.

„Það er frekar fyndið að hafa fengið svona svakalegar móttökur eftir að hafa náð öðru sæti, en þá sáum við líka betur hvað þetta afrek þýddi fyrir þjóðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner