Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Garðar Örn ætlar að gefa út bók um ferilinn
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum dómarinn Garðar Örn Hinriksson stefnir á að gefa út bók um feril sinn á þessu eða næsta ári. Garðar átti langan og farsælan feril sem dómari en hann lagði flautuna á hilluna árið 2016.

„Þar fer ég yfir allan ferilinn, það sem ég man allavega. Vonandi verða krassandi sögur þar," sagði Garðar.

„Ætli hún komi ekki til með að heita „rauði baróninn." Ég held að það sé einfaldast. Ég held að ekkert annað nafn virki."

„Það er verið að lesa þessa bók yfir fyrir mig. Ég er í raun búinn að skrifa hana."


Garðar er í viðtali í Miðjunni í þessari viku en þar greinir hann einnig frá þvi að hann er að gefa út borðspil auk þess sem hann talar um áhuga sinn á fjölmiðlum.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Rauði Baróninn á mannamáli
Athugasemdir
banner