Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. mars 2020 09:31
Magnús Már Einarsson
Mourinho ver Dier og fer yfir það sem gerðist
Dier reiður í stúkunni í gær.
Dier reiður í stúkunni í gær.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist skilja af hverju Eric Dier brjálaðist og rauk upp í stúku til að rífast við stuðningsmann eftir tapið gegn Norwich í enska bikarnum í gær.

Mourinho gaf í skyn eftir leikinn í gær að Dier hafi verið að bregðast við eftir að bróðir hans varð fyrir móðgunum í stúkunni.

„Ég get ekki forðast þessa spurningu og ég tel að Eric Dier hafi gert eitthvað sem atvinnumenn megi ekki gera en í þessum aðstæðum er þetta eitthvað sem allir okkar myndu gera," sagði Mourinho eftir leik.

„Svona er þetta þegar einhver ræðst að þér og fjölskylda þín er þarna, þá kemur fjölskyldan til með að skipta sér að þeim sem er að ráðast á þig og í þessu tilfelli var það yngri bróðir. Eric gerði eitthvað sem atvinnumenn mega ekki gera en ég endurtek að þetta er eitthvað sem líklega öll okkar myndu gera. Ég skil leikmanninn."

„Stuðningsmennirnir voru á bakvið liðið þar til að við klikkuðum á síðustu vítaspyrnunni. Fólkið sem situr á þessum stað er í forréttinda stöðu. Auðvitað eru sumir stuðningsmenn Tottenham en ég held að þetta sé mikið af samstarfsaðilum sem er boðið á völlinn, mikið af fólki með merkilegan feril, og kannski er þetta sá staður á vellinum þar sem ég efast um að það séu alvöru stuðningsmenn Tottenham."


Aðspurður hvort Tottenham ætli að refsa Dier sagði Mourinho. „Ef félagið gerir það þá er ég ekki sammála því."
Athugasemdir
banner