Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið Hólmars tapaði þegar búlgarski boltinn byrjaði aftur
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Búlgarska úrvalsdeildin sneri aftur í kvöld eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar tóku á móti toppliði deildarinnar.

Hólmar Örn var í byrjunarliði Levski Sofia, en staðan eftir fyrri hálfleikinn var markalaus. Í byrjun þess seinni komst Ludogorets hins vegar yfir.

Miðað við tölfræði var leikurinn frekar jafn, en það var Ludogorets sem náði að knýja fram sigur. Ludogorets er á toppnum með níu stiga forskot á næsta lið. Levski Sofia, sem hefur leikið einum leik meira en Ludogorets, er í þriðja sæti 12 stigum frá toppnum.

Vejle vann án Kjartans
Kjartan Henry Finnbogason, markahæsti lekmaður dönsku B-deildarinnar, var í banni þegar lið hans Vejle heimsótti Fredericia í kvöld.

Vejle tókst að vinna án síns markahæsta manns. Diego Montiel sá um markaskorun í fjarveru Kjartans, en hann skoraði bæði mörk Vejle í 2-1 sigri.

Vejle stefnir hraðbyrði aftur upp í dönsku úrvalsdeildina. Liðið er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner