Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 20:30
Fótbolti.net
Þorri Mar ristarbrotinn - Frá í minnst sex vikur
Þorri í leiknum gegn HK fyrir rúmri viku.
Þorri í leiknum gegn HK fyrir rúmri viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson, sem er samningsbundinn KA, var að æfa og spila með Fjölni á dögunum. Fjölnir fékk hann á reynslu og tók hann þátt í tveimur æfingaleikjum með liðinu.

Hann lék í hægri bakverði gegn Gróttu fyrir rúmri viku og lék svo hluta úr leiknum gegn Grindavík síðasta laugardag.

Þorri varð fyrir því óláni að ristarbrotna í leiknum um síðustu helgi og hefur kjölfarið farið í aðgerð.

Um meiðslin var rætt í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn neðst í fréttinni.

„Ég spurði Óla Stefán [Flóventsson, þjálfara KA] fyrir þáttinn út í stöðuna á Þorra Mar sem hefur æft og spilað með Fjölni að undanförnu. Hann meiddist í æfingaleiknum gegn Grindavík, ristarbrotnaði og verður því frá í allavega sex vikur," sagði Sæbjörn Þór.

„Þetta eru leiðilegar fréttir, stór hluti sumarsins farinn og mótið loksins að byrja," sagði Aksentije Milisic.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Boltinn á Norðurlandi: Upphitunarþáttur - Bikarhelgi og rýnt í öll liðin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner