Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fös 05. júní 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland um helgina - Erfitt verkefni bíður Bayern
30. umferð þýsku deildarinnar fer fram um helgina en Bayern München getur farið langleiðina með að tryggja titilinn er liðið mætir Bayer Leverkusen á Bay-Arena.

Freiburg og Gladbach eigast við í kvöld klukkan 18:30 í fyrsta leik umferðarinnar áður en við fáum fimm leiki á morgun.

Á morgun eru fjórir leikir klukkan 13:30. RB Leipzig spilar við Samúel Kára Friðjónsson og félaga í Paderborn á meðan topplið Bayern München mætir skemmtilegu liði Leverkusen.

Borussia Dortmund spilar þá við Herthu Berlín í lokaleik dagsins en Dortmund heldur í vonina að Bayern misstígi sig gegn Leverkusen til þess að saxa á forystuna.

Hér fyrir neðan má sjá alla leiki helgarinnar.

föstudagur 5. júní
18:30 Freiburg - Gladbach

laugardagur 6. júní
13:30 Fortuna Dusseldorf - Hoffenheim
13:30 RB Leipzig - Paderborn
13:30 Leverkusen - Bayern
13:30 Eintracht Frankfurt - Mainz
16:30 Dortmund - Hertha

sunnudagur 7. júní
11:30 Werder - Wolfsburg
13:30 Union Berlin - Schalke 04
16:00 Augsburg - Köln
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner