Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
banner
   mán 05. júní 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allegri ekki á faraldsfæti - Stjórnin að undirbúa sumarið
Mynd: Getty Images

Tímabilið hefur verið ansi erfitt hjá Juventus fyrir margar sakir en liðið mun leika í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð eftir að það endaði í 7. sæti í Serie A.


Liðið flakkaði mikið um sæti í deildinni en upphaflega voru 15 stig dregin af liðinu vegna mútumála hjá fyrrum stjórnarmönnum félagsins.

Liðið fékk síðan stigin til baka eftir áfrýjun og þá skyndilega hoppaði liðið upp í 2. sæti deildarinnar og var á leið í Meistaradeildina.

Það var hins vegar stutt eftir af mótinu þegar ákveðið var að taka 10 stig af liðinu og þá datt það niður í 7. sæti sem það svo endaði að lokum.

Framtíð Max Allegri, stjóra liðsins, hefur verið mikið í umræðunni en hann segist ekki vera á förum.

„Ég er ekki í viðræðum við Juventus um að skilja eða rifta samningnum, það er ekki satt. Ég er til staðar og þeir fara núna að undirbúa félagsskiptagluggann í sumar," sagði Allegri.


Athugasemdir
banner