Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
banner
   mán 05. júní 2023 09:11
Elvar Geir Magnússon
Pioli: Var ekki alltaf auðvelt að meðhöndla Zlatan
Zlatan Ibrahimovic er 41 árs.
Zlatan Ibrahimovic er 41 árs.
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic táraðist þegar hann kvaddi stuðningsmenn AC Milan í gær.Sænski sóknarmaðurinn hefur tilkynnt að skórnir séu komnir upp í hilluna.

Stefano Pioli, stjóri Milan, tjáði sig um Zlatan við fjölmiðla í gær.

„Hann er frábær fótboltamaður, mjög gáfaður einstaklingur. Hann er sannur meistari. Ég er mjög sorgmæddur yfir því að geta ekki þjálfað hann lengur. Zlatan er sigurvegari, bardagamaður og þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir hann," sagði Pioli.

„Ég var í stöðugum samræðum við hann. Það var ekki alltaf auðvelt að meðhöndla persónu eins og hann. Hann sagði alltaf sína skoðun og hvað hann væri að hugsa. Stundum þá sagði ég lítið, ég bara hlustaði."

„Zlatan hugsar alltaf um hag liðsins og sér til þess að allir séu tilbúnir að vera hluti af heildinni. Hann hefur hjálpað yngri leikmönnum að þroskast og þróast. Það verður ekki auðvelt að byrja aftur án hans."


Stefano Pioli.
Athugasemdir
banner
banner