Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. júní 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú leikjahæsta framlengir og tekur meira en áratug hjá City
Steph Houghton.
Steph Houghton.
Mynd: Getty Images
Steph Houghton, fyrirliði Manchester City, hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum hjá félaginu.

Houghton mun hafa leikið í meira en tíu ár hjá Man City þegar nýr samningur hennar rennur út, en hún gekk í raðir félagsins frá Arsenal í nóvember 2013.

Houghton, sem er 35 ára gömul og leikur í stöðu varnarmanns, hefur reynt City gríðarlega vel og verið mikilvægur leiðtogi fyrir liðið. Hún hefur unnið átta titla með félaginu, þar á meðal ensku úrvalsdeildina einu sinni.

Hún er þá leikjahæst í sögu félagsins með 233 leiki spilaða. „Ég er í skýjunum með að fá annað ár hjá þessu stórkostlega félaga," segir Houghton.

„Man City hefur verið heimili mitt í tíu ár og ég elska allt við félagið."

Houghton hefur spilað 121 landsleik og leikið á fimm stórmótum, en hún hefur ekki verið í liðinu upp á síðkastið. Hún datt út úr liðinu þegar hún meiddist í fyrra og hefur ekki náð að vinna sæti sitt til baka.
Athugasemdir
banner
banner