Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Áttu Víkingar að fá vítaspyrnu? - Birtir mynd af áverkum Halldórs Smára
Halldór Smári Sigurðsson
Halldór Smári Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings, gerði tilkall til að fá vítaspyrnu snemma í fyrri hálfleiknum í 3-2 tapi liðsins gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en fékk ekki.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Atvikið átti sér stað á 24. mínútu en boltinn barst inn í teig eftir hornspyrnu og reyndi Halldór Smári að skalla hann en þá mætti honum varnarmaður Malmö og sparkaði í höfuð Halldórs.

Dómari leiksins sá ekkert athugavert við þetta eins og svo margt annað í leiknum en ekki var hægt að skoða atvikið aftur þar sem VAR er ekki notað á þessu stigi keppninnar.



Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan þá fer hann augljóslega takkana aftan í hálsinn en ekkert dæmt.

Þá birtir Pétur Mikael mynd á Twitter eftir leikinn og sýnir áverkana sem Halldór fékk eftir atvikið en þá mynd má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner