Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyjólfur skiptir í Leikni til varúðar - „Ennþá alveg geggjaður í marki"
Eyjólfur Tómasson
Eyjólfur Tómasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Arnaldarson, þriðji markvörður Leiknis, er á leið í nám í Bandaríkjunum og mun ekki klára tímabilið með liðinu í Bestu deildinni. Í kjölfar þeirra tíðinda skipti hinn þaulreyndi Eyjólfur Tómasson aftur í Leikni í síðustu viku. Eyjólfur er fæddur árið 1989 og varði mark Leiknis á árunum 2009-2019. Síðan hefur hann ekki spilað keppnisleik.

Atli Jónasson hefur verið varamarkvörður Leiknis í sumar en var ekki á bekknum í gær. Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í markvarðamálin í viðtali eftir leikinn gegn ÍA í gær.

„Bjarki Arnaldar, sem var á bekknum hjá okkur í dag, er að fara út í nám og þetta [Eyjólfur] er bara til varúðar. Hann er búinn að mæta á tvær-þrjár æfingar hjá okkur og er ennþá alveg geggjaður í marki. Ég treysti honum alveg til að stíga inná völlinn."

Á dögunum skipti svo Hannes Þór Halldórsson yfir í Víking en hann hafði fyrr í sumar aðstoðað hjá Leikni sem markvarðaþjálfari.

„Breiðholtið er fullt af góðum markmönnum og við erum með einn sem er að byrja leikinn hérna. Það hafa verið skrítnar pælingar varðandi að hann sé einhver hluti af vandamálinu að við séum ekki að skora mörk. Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær. Við erum hrikalega ánægðir með markmannshópinn okkar," sagði Siggi.
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner