Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Malacia: Lofa því að skilja allt eftir á vellinum
Tyrell Malacia.
Tyrell Malacia.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur fengið bakvörðinn Tyrell Malacia frá Feyenoord en þetta var staðfest í dag.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem United fær eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum.

„Tilfinningin er ólýsanleg," sagði hinn 22 ára gamli Malacia í viðtali við miðla Manchester United.

„Þetta er nýr kafli fyrir mig, ný deild með nýjum liðsfélögum og mögnuðum stjóra. Ég veit eftir að hafa spilað gegn liðum hans í Hollandi hvaða gæði hann er með og hvað hann fer fram á frá leikmönnum sínum."

„Ég er enn ungur og mun halda áfram að þroskast sem leikmaður en ég get lofað stuðningsmönnum United því að ég mun alltaf skilja allt eftir á vellinum þegar ég klæðist treyjunni."

John Murtough, yfirmaður fótboltamála, lýsir Malacia sem spennandi, dínamískum ungum leikmanni með frábæra reynslu miðað við aldur.

Við erum spennt fyrir því að sjá hann halda áfram að þróast undir Erik ten Hag og hans þjálfaraliði á þeim árum sem eru framundan," segir Murtough.

Beðið er eftir því að United staðfesti svo að danski miðjumaðurinn Christian Eriksen sé orðinn leikmaður félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner