Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. júlí 2022 10:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningsmálin klár og Eriksen á bara eftir að fara í læknisskoðun
Mynd: EPA
Christian Eriksen er búinn að semja við Manchester United. Frá þessu segir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano í Twitter-færslu en í gær var greint frá því að munnlegt samkomulag væri í höfn.

Næsta, og síðasta skrefið í ferlinu, er að Eriksen fari í læknisskoðun og standist hana. Í kjölfarið verður hann svo kynntur sem nýr leikmaður United.

Eriksen er samningslaus eftir að hafa spilað með Brentford eftir áramót. Hann er þrítugur danskur landsliðsmaður.

Eriksen skrifar undir þriggja ára samning við United og verður annar leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir í sumar.

Samkomulag við Tyrell Malacia, bakvörð Feyenoord, er í höfn og styttist í að hann verði formlega kynntur sem fyrstu kaup United í sumar.


Athugasemdir
banner
banner