Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Toivonen um rauða spjaldið - „Held að hann kunni ekki reglurnar"
Ola Toivonen
Ola Toivonen
Mynd: EPA
Ola Toivonen, framherji Malmö í Svíþjóð, segir að ef Kristall Máni Ingason hefði kunnað reglurnar þá hefði hann aldrei 'sussað' á stuðningsmenn liðsins og fengið rauða spjaldið í 3-2 tapinu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Kristall var rekinn af velli er hann fagnaði jöfnunarmarki sínu gegn Malmö á 38. mínútu en hann hljóp að stuðningsmönnum Malmö og 'sussaði' á þá.

Þessi hæfileikaríki leikmaður var á gulu spjaldi og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Toivonen skoraði annað mark Malmö stuttu síðar. Sænski framherjinn ræddi við Expressen eftir leik en hann er viss um að Kristal hafi ekki verið meðvitaður um regluverkið.

„Ég er ekki viss um að hann kunni reglurnar. Hefði hann kunnað þær þá hefði hann ekki gert þetta," sagði Toivonen.

Toivonen segir að leikmenn Malmö hafi vitað að þetta mætti ekki, enda lenti liðið nokkrum sinnum í að fá spjöld fyrir að gera það sama á síðasta ári.

„Við vitum að þetta má ekki. Við lentum í nokkrum atvikum á síðasta ári og þekkjum því reglurnar," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner