Chelsea hefur gengið frá kaupunum á enska vængmanninum Jamie Gittens en hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund og gerir sjö ára samning eða til 2032.
Kaupverðið er 52 milljónir punda en hann mun ekki spila með liðinu í undanúrslitum HM félagsliða þar sem hann spilaði þrettán mínútur með Dortmund gegn Fluminense í fyrsta leik liðsins á mótinu.
Gittens, sem er tvítugur, fór í gegnum akademíuna hjá Chelsea og Manchester City áður en hann samdi við Borussia Dortmund árið 2020.
Hann var þrjú tímabil í aukahlutverki hjá Dortmund áður en hann sprakk út á síðustu leiktíð og skoraði 12 mörk í öllum keppnum.
Englendingurinn er nú kominn aftur til Chelsea og segist hæst ánægður með skiptin.
„Það er geggjuð tilfinning að semja við jafn stórt félag og Chelsea. Ég get ekki beðið eftir að læra af öllum í liðinu og um leið kreista allt úr sjálfum mér. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ sagði Gittens.
Our newest Blue is here... ???? pic.twitter.com/QSrfqtzx3Y
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 5, 2025
Athugasemdir