Jonathan David er búinn að skrifa undir fimm ára samning við ítalska stórveldið Juventus. Hann kemur á frjálsri sölu frá franska félaginu Lille þar sem hann var liðsfélagi Hákons Anars Haraldssonar.
David er 25 ára gamall og kom að 37 mörkum í 49 leikjum með Lille á síðustu leiktíð. Hann var eftirsóttur af ýmsum félögum víðsvegar um Evrópu en kaus að skipta til Juve, þar sem hann mun líklegast leiða sóknarlínuna ásamt Randal Kolo Muani. Dusan Vlahovic er með eitt ár eftir af samningi og gæti verið seldur í sumar.
David er fimmti leikmaðurinn sem Juve kaupir í sumar eftir að félagið keypti fjóra lánsmenn frá síðustu leiktíð í sínar herbúðir.
Juve gekk frá kaupum á lánsmönnunum Nicolás González, Lloyd Kelly, Michele Di Gregorio og Pierre Kalulu fyrr í sumar.
Jonathan David è un nuovo giocatore della Juventus ????????
— JuventusFC (@juventusfc) July 4, 2025
Benvenuto in ????!
Athugasemdir