Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 16:50
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Varamennirnir gerðu gæfumuninn fyrir KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA 5 - 2 KFG
1-0 Heiðar Snær Ragnarsson ('6 )
1-1 Djordje Biberdzic ('12 , Mark úr víti)
2-1 Heiðar Snær Ragnarsson ('18 )
2-2 Djordje Biberdzic ('21 )
3-2 Jacques Bayo Mben ('75 )
4-2 Jawed Abd El Resak Boumeddane ('85 )
5-2 Javier Montserrat Munoz ('90 )

KFA vann frábæran 5-2 sigur á KFG í 2. deild karla á SÚN-vellinum í Neskaupstað í dag.

Heiðar Snær Ragnarsson kom KFA yfir í tvígang en Djordje Biberdzic svaraði um hæl fyrir KFG og sá til þess að staðan væri jöfn þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Heimamenn gerðu nokkrar góðar breytingar í þeim síðari og má segja að varamennirnir hafi náð að koma sigrinum yfir línuna í þetta sinn.

Jacques Bayo Mben kom KFA í 3-2 áður en Jawed Abd El Resak Boumeddane bætti við fjórða markinu eftir undirbúning frá varamanninum Nikola Kristni Stojanovic.

Javier Montserrat Munoz, sem kom einnig inn af bekknum, gerði síðan fimmta og síðasta markið eftir sendingu Geirs Ómars Sigurjónssonar.

KFA er komið með 14 stig og fer því upp í 6. sæti deildarinnar en KFG. sem er með 13 stig, fer niður í 8. sæti.

KFA Danny El-Hage (m), Heiðar Snær Ragnarsson (56'), Geir Sigurbjörn Ómarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Imanol Vergara Gonzalez (73'), Birkir Ingi Óskarsson (73'), Marteinn Már Sverrisson (56'), Þór Sigurjónsson, Patrekur Aron Grétarsson, Jawed Abd El Resak Boumeddane, Hrafn Guðmundsson
Varamenn Arkadiusz Jan Grzelak (73'), Nikola Kristinn Stojanovic (73'), Jacques Bayo Mben (56'), Ólafur Bernharð Hallgrímsson, Milan Jelovac, Adam Örn Guðmundsson (73'), Javier Montserrat Munoz (56')

KFG Jökull Sveinsson (m), Helgi Snær Agnarsson, Róbert Kolbeins Þórarinsson, Benedikt Pálmason, Arnar Ingi Valgeirsson, Ólafur Viðar Sigurðsson (46'), Bóas Heimisson (77'), Daníel Darri Þorkelsson, Adrían Baarregaard Valencia (46'), Dagur Óli Grétarsson (63'), Djordje Biberdzic (63')
Varamenn Stefán Alex Ríkarðsson (77), Magnús Andri Ólafsson (63), Kristján Ólafsson (46), Guðmundur Thor Ingason (46), Ólafur Bjarni Hákonarson, Eyþór Örn Eyþórsson (63)
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 11 8 2 1 29 - 12 +17 26
2.    Þróttur V. 11 7 2 2 17 - 9 +8 23
3.    Grótta 11 5 5 1 19 - 12 +7 20
4.    Haukar 11 6 2 3 19 - 15 +4 20
5.    Dalvík/Reynir 11 6 1 4 17 - 11 +6 19
6.    KFA 11 4 2 5 27 - 22 +5 14
7.    Víkingur Ó. 11 3 4 4 19 - 17 +2 13
8.    KFG 11 4 1 6 18 - 23 -5 13
9.    Kormákur/Hvöt 11 4 0 7 11 - 21 -10 12
10.    Höttur/Huginn 11 2 3 6 14 - 26 -12 9
11.    Kári 11 3 0 8 13 - 28 -15 9
12.    Víðir 11 2 2 7 10 - 17 -7 8
Athugasemdir
banner
banner