Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Markvörður Chelsea á leið til Sunderland
Mynd: Chelsea
Djordje Petrovic er á leið til Sunderland frá Chelsea samkvæmt heimildum Daily Mirror.

Þar kemur fram að Sunderland, sem spilar í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, muni borga 21,5 milljónir punda fyrir hann.

Petrovic er 25 ára gamall serbneskur markvörður. Chelsea keypti hann frá New England Revolution árið 2023 en hann náði ekki að sanna sig og var lánaður til Strasbourg í Frakklandi ári síðar.

Sunderland spilar í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Sheffield United í umspili um sæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner