
„Geggjað að koma í Bogann, ógeðslega heitt hérna inni og ömurlegt en geggjað að sigra," sagði Jakob Gunnar Sigurðsson, leikmaður Þróttar, eftir magnaðan endurkomusigur liðsins gegn Þór í kvöld.
Jakob Gunnar kom inn á sem varamaður og jafnaði metin undir lokin. Hann fékk einföld skilaboð frá Sigurvin Ólafssyni, þjálfara Þróttar, áður en hann kom inn á.
„Bara koma inn á og skora, gera þetta að leik. Ég náði því og við unnum," sagði Jakob Gunnar.
Jakob Gunnar kom inn á sem varamaður og jafnaði metin undir lokin. Hann fékk einföld skilaboð frá Sigurvin Ólafssyni, þjálfara Þróttar, áður en hann kom inn á.
„Bara koma inn á og skora, gera þetta að leik. Ég náði því og við unnum," sagði Jakob Gunnar.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 2 Þróttur R.
„Binni (Brynjar Gautur Harðarson) er ógeðslega góður í fótbolta. Hann fer framhjá einhverjum þremur og kemur með boltann þá er lítið annað hægt að gera en að skora eftir þessa stoðsendingu," sagði Jakob Gunnar um markið sitt.
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal tryggði Þrótturum síðan sigurinn með skoti fyrir utan teiginn.
„Ég er ofan í þessu. Ég sé hann skjóta, einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð en djöfulll söng hann í netinu, beint í skeytin, þetta var ótrúlega fallegt," sagði Jakob Gunnar.
Þróttur fór upp fyrir Þór í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri.
„Þeir voru fyrir ofan okkur. Þetta var svolítið 'do or die' fyrir okkur. Ef við myndum tapa þá væri þetta erfitt fyrir okkur. Þá væru þessi lið komin svolítið langt á undan."
Athugasemdir