
Þór 1 - 2 Þróttur R.
1-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('52 )
1-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('86 )
1-2 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('92 )
Lestu um leikinn
1-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('52 )
1-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('86 )
1-2 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('92 )
Lestu um leikinn
Þróttur vann dramatískan endurkomusigur gegn Þór í Boganum í kvöld. Heimamenn byrjuðu vel og Clement Bayiha komst í gegn snemma leiks en Þórhallur Ísak Guðmundsson varði vel frá honum.
Eftir um hálftíma leik fengu Þróttarar gullið tækifæri til að komast yfir en Unnar Steinn hitti boltann ekki nægilega vel. Strax í kjölfarið fékk Clement annað tækifæri en aftur sá Þórhallur við honum.
Snemma í seinni hálfleik opnaði Rafael Victor markareikninginn sinn í sumar. Hann kom Þór yfir þegar hann skallaði boltanum í netið.
Sigfús Fannar Gunnarsson fékk tækifæri til að tvöfalda forystu Þórsara þegar hann komst í gott færi eftir sendingu frá Ibrahima Balde en Þórhallur sá við honum.
Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jöfnuðu Þróttarar. Þar var að verki Húsvíkingurinn Jakob Gunnar Sigurðsson en hann er að yfirgefa félagið þegar sumarglugginn opnar þann 17. júlí og heldur til Lyngby. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal kom Þrótti síðan yfir í uppbótatíma þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn.
Ragnar Óli Ragnarsson gat jafnað metin í blálokin en skallaði yfir markið. Með sigrinum fer Þróttur upp fyrir Þór í 4. sæti deildarinnar með 18 stig en Þór er í 5. sæti með 17 stig.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
2. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
5. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
6. Keflavík | 10 | 4 | 3 | 3 | 19 - 14 | +5 | 15 |
7. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
8. Grindavík | 10 | 3 | 2 | 5 | 24 - 30 | -6 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |
Athugasemdir