Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan Már til Aberdeen (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Már Kjartansson er genginn til liðs við Aberdeen í Skotlandi frá Stjörnunni. Kjartan er tólfti leikmaðurinn sem Stjarnan selur á innan við fimm árum. Hann skrifar undir fjögurra ára samning.

„Það er okkur sannur heiður að sjá hann taka næsta stóra skref á ferlinum og ganga til liðs við öflugt félag erlendis. Það er alltaf sérstakt þegar einn af okkar uppöldu leikmönnum nær svona langt, og við fylgjumst spennt með framhaldinu í Skotlandi," segir í tilkynningu frá Stjörnunni.

Kjartan Már er 18 ára gamall miðjumaður en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Stjörnunni árið 2022. Hann á 62 leiki að baki fyrir Stjörnuna og skoraði eitt mark.

„Það var alltaf vitað að við myndum missa hann í sumarglugganum. Ég er ánægður með hann að byrja tímabilið með okkur. Mér fannst það gott hjá honum að stökkva ekki á fyrsta boð, það eru lið búin að bjóða í hann og mér fannst hann bíða eftir réttu tækifæri," sagði Jökull Elísabetarson í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Hann er meira en tilbúinn í næsta skref þannig ég er mjög glaður hann sé að fara út. Það er mikið hrós til hans og mikið hrós til þessa hóps sem horfir á enn einn leikmanninn fara og taka næsta skref. Það verður mjög gaman að fylgjast með honum."

Aberdeen hafnaði í 5. sæti í skosku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Athugasemdir
banner
banner