Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 04. júlí 2025 22:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson þjáfari ÍR
Jóhann Birnir Guðmundsson þjáfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR gerðu sér góða ferð í Árbæinn þar sem þeir heimsótti Fylki í elleftu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 ÍR

„Þetta var mjög sterkt að vinna þetta og erfiður útivöllur á móti góðu liði" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir sigurinn í kvöld.

Bergvin Fannar hafði orð á því í viðtali eftir sigurinn gegn Grindavík að hann hlakkaði til að pakka sínum gamla þjálfara saman en hann skoraði sigurmarkið í kvöld. 

„Hann skoraði allavega út vítinu. Við vinnum leikinn en ég veit nú ekki hvort við höfum pakkað honum saman, það er kannski full gróft" 

ÍR lenti undir og kom til baka í kvöld. Þeir fengu vítaspyrnu seint í leiknum eftir að Fylkismenn handléku boltann í vítateignum. Má kalla þetta meistaraheppni?

„Klárlega er þetta svona 'freak accident' þannig jújú heppni en ég veit ekki hvort þetta sé meistaraheppni, ég veit ekki með það en þá ræðst leikurinn á því" 

ÍR sitja á toppnum þegar mótið ef hálfnað en má Breiðholtið fara láta sig dreyma? 

„Breiðholtið má alveg láta sig dreyma en við megum ekki fara láta okkur dreyma. Við þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera"

„Við erum með þannig lið og þannig stráka að við vitum alveg hvernig þetta er og þeir vita að hver einasti leikur og hver einasta návígi þarf að fara á fullu í það. Við erum búnir að ná að halda því mjög vel og við vitum alveg að það getur allt gerst  í þessu og við erum bara mjög ánægðir með strákana okkar" 

Nánar er rætt við Jóhann Birnir Guðmundsson í spilaranum hér að ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner