Skosku bikarmeistararnir í Aberdeen tilkynntu í gær sín fimmtu kaup í sumar en íslenski U21 landsliðsmaðurinn Kjartan Már Kjartansson er genginn í raðir félagsins frá uppeldisfélaginu Stjörnunni.
Hann skrifar undir fjögurra ára saming og segir í tilkynningu Aberdeen að beðið sé eftir atvinnuleyfi. Kjartan var á blaði hjá mörgum félögum erlendis og var þetta ekki hans fyrsta tækifæri til að fara erlendis.
Hann skrifar undir fjögurra ára saming og segir í tilkynningu Aberdeen að beðið sé eftir atvinnuleyfi. Kjartan var á blaði hjá mörgum félögum erlendis og var þetta ekki hans fyrsta tækifæri til að fara erlendis.
„Kjartan er leikmaður sem njósnadeildin okkar hefur verið meðvituð um og fylgst með í talsverðan tíma. Við erum ánægðir að hafa landað honum þar sem það var talsverður áhugi frá stórum félögum," segir Jimmy Thelin sem er stjóri Aberdeen. Hann var áður þjálfari Elfsborg í Svíþjóð.
„Fyrir leikmann sem er enn svo ungur, þá er mínútufjöldi hans í aðalliðsfótbolta eftirtektarverður með Stjörnunni og leikir með yngri landsliðum."
„Hans varnarhugsun er mjög góð og staðsetningarnar góðar. Hann hefur verið góður í því að vinna boltann fyrir Stjörnuna, lesið leikinn vel á mikilvægum augnablikum og varið liðið vel þegar það er sótt hratt á það - styrkleiki sem allir horfa í þegar leitað er í miðjumenn og það er eftirtektarvert miðað við aldur."
„Hann er mjög spennandi og hæfileikaríkur, en við vitum líka að við þurfum að vinna með honum svo hann geti þróast frekar, og það mun taka hann tíma að aðlagast nýju félagi, nýrri deild og nýju landi. Við verðum að vera þolinmóð; við verðum að hlúa að honum og stundum verðum við að vernda hann til að tryggja að við getum nýtt þá miklu möguleika sem búa í honum," segir Thelin.
Kjartan, sem á að baki 58 leiki fyrir aðallið Stjörnunnar og yfir 20 leiki fyrir yngri landsliðin, er sjálfur ánægður með félagaskiptin:
„Það er ótrúleg tilfinning að skrifa undir hjá svona stóru félagi og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég fékk hlýjar móttökur frá strákunum og ég hefði ekki getað beðið um neitt meira. Aberdeen er stórt félag á Íslandi, við þekkjum sögu þeirra í Evrópu, svo það vr auðveld ákvörðun að koma hingað."
„Þetta er góð ákvörðun á þessu stigi ferilsins og ég held að skoski boltin muni henta mínum leikstíl."
„Ég hef heyrt að aðdáendurnir séu mjög ástríðufullir, ég sá myndband af þeim eftir sigurinn í skoska bikarnum og ég er spenntur að spila fyrir framan þá. Mig langar að afreka stóra hluti hjá félaginu," segir Kjartan Már.
Athugasemdir