Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Fluminense sló Al-Hilal úr leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fluminense 2 - 1 Al-Hilal
1-0 Martinelli ('40)
1-1 Marcos Leonardo ('51)
2-1 Hércules ('70)

Fluminense og Al-Hilal áttust við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í kvöld og úr varð spennandi slagur.

Fyrri hálfleikurinn var afar jafn og tíðindalítill en Martinelli tókst þó að koma boltanum í netið með einu marktilraun Fluminense sem rataði á rammann. Martinelli fékk boltann úti í vítateignum og náði að fara framhjá andstæðingi áður en hann lét vaða með vinstri, sem er veikari fótur hans. Boltinn rataði þó undir samskeytin þar sem Yassine Bounou markvörður Al-Hilal náði ekki til hans.

Marcos Leonardo, einn Brasilíumanna í liði Al-Hilal, jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks eftir góða sendingu með skalla frá Kalidou Koulibaly.

Leikurinn var áfram afar jafn en Brasilíumennirnir fengu hættulegri færi. German Cano klúðraði algjöru dauðafæri áður en honum var skipt af velli, en skömmu síðar tók Hércules til sinna ráða. Hércules kom inn af bekknum í hálfleik fyrir markaskorarann Martinelli og gerði vel að setja boltann í netið á 70. mínútu til að endurheimta forystu Fluminense.

Al-Hilal lagði allt í sóknarleikinn á lokamínútunum en tókst ekki að komast framhjá skipulögðum varnarmúr Fluminense svo lokatölur urðu 2-1.

Thiago Silva og félagar mæta annað hvort Chelsea eða Palmeiras í undanúrslitum heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner