Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 03. júlí 2025 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsótti nágranna sína í Grindavík í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og var búið að gera út um hann á fyrstu tuttugu mínútum.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  5 Njarðvík

„Við spiluðum frábærlega hérna í dag fannst mér" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

„Mættum hrikalega vel til leiks og skorum fjögur mörk á tuttugu mínútum og sýndum það bara strax að við ætluðum að koma hérna og halda áfram þessari vegferð sem að við erum á. Þegar þessi lest er farin af stað þá er helvíti erfitt að stoppa hana" 

Njarðvíkingar gengu frá leiknum strax í byrjun með fjórum mörkum en hvernig var tilfiningin á hliðarlínunni?

„Ekki það að maður sé eitthvað óþakklátur en það er drullu erfitt að vera komin allt í einu 4-0 yfir í byrjun og það er hellingur af mínútum eftir" 

„Mér fannst við aðeins detta niður eftir fjórða markið og ætluðum að fara í eitthvað 'cruise control' og á móti liði með þessa hættulegu sóknarmenn þá ertu bara að bjóða þeim heim í dans" 

„Ég er gríðarlega ósáttur að fá þetta mark á okkur. Það er gjörsamlega óþolandi að við þurfum alltaf að fá eitt mark á okkur. Ég hefði viljað fá 'clean sheet' hérna því það var svo sem ekkert að gerast hjá þeim" 

Njarðvíkingar eru búnir að sækja fleiri stig núna fyrri hluta móts en á sama tíma í fyrra. Seinni hluti síðasta móts var ekki góð hjá Njarðvík en hvernig horfir framhaldið við í ár? 

„Mjög vel, bara virkilega. Ég held að við allir gerum okkur grein fyrir því hvernig þetta var í fyrra og hvað þarf að gera núna og á hvaða stað við erum núna" 

„Mér finnst að á sama tíma í fyrra þá finnst mér við vera á mun betri stað í dag heldur en í fyrra og mér finnst við mun heilsteyptari og það hjálpar okkur að langflestir af þessum leikmönnum voru í þessari stöðu í fyrra og vita þá nákvæmlega hvað þarf ekki að gera eða hvað þarf að gera til þess að þetta gerist ekki aftur" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
2.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
5.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
6.    Keflavík 10 4 3 3 19 - 14 +5 15
7.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
8.    Grindavík 10 3 2 5 24 - 30 -6 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir