Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 17:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allir í áfalli eftir að Musiala meiddist illa
Musiala í baráttunni í kvöld
Musiala í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
Leikur PSG og Bayern í 8-liða úrslitum á HM félagsliða er í gangi en þegar þetta er skrifað er staðan enn markalaus.

Bayern varð fyrir miklu áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Jamal Musiala meiddist illa.

Hann virtist ökklabrotna eftir samstuð við Gianluigi Donnarumma, markvörð PSG, Donnarumma og öllum öðrum leikmönnum beggja liða var mjög brugðið þegar þeir áttuðu sig á alvarleika meiðslanna.

Þá var Musiala eðlilega miður sín þegar hann var borinn af velli. Josip Stanisic, varnarmaður Bayern, þurfti einnig að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla aftan í læri.


Athugasemdir
banner
banner