Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar ekki að skoða þann möguleika eins og er
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson var einn af lykilmönnum Breiðabliks þegar liðið varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Hann kom þá á láni frá norska félaginu Rosenborg.

Hann er enn á mála hjá Rosenborg en hefur verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í möguleikann á því að fá Ísak aftur í Breiðablik í glugganum.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Við erum ekki að skoða það eins og staðan er núna. Þegar Ísak fór frá okkur í fyrra þá sammældumst við um það að hann myndi keyra á Rosenborg og útlönd og við myndum styðja það. (Við ræddum líka) að ef hlutirnir af einhverjum ástæðum væru ekki að ganga upp, þá myndum við alltaf taka á móti honum opnum örmum í Kópavoginum. En það er ekkert sem er að gerast í því eins og staðan er núna," sagði Dóri eftir leikinn gegn Aftureldingu í gær.

Er eitthvað annað í gangi, einhverjir leikmenn eða stöður á vellinum sem verið er að skoða?

„Við erum í miklu meiðslabrasi, 7-8 leikmenn sem gætu verið byrjunarliðsmenn hjá okkur en eru frá í dag - þrír á bekknum sem geta ekki spilað nema nokkrar mínútur og fimm sem eru ekki með. Við þrufum að meta tímaramma á þessum mönnum. Við erum með sterkan og góðan hóp þegar við erum á eðlilegum stað meiðslalega. Ef að þetta lítur ágætlega út, þá gerum við ekkert, en ef við höfum áhyggjur af því að það sé langt í marga menn, þá skoðum við alvarlega að styrkja okkur, en við erum ekkert komnir áfram með það," sagði Dóri.

Andri Rafn Yeoman fór meiddur af velli í gær og sagði Dóri að meiðslin litu ekki vel út, en það kæmi betur í ljós á næstu dögum.
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Athugasemdir