Arsenal hefur náð samkomulagi við Noni Madueke, leikmann Chelsea og enska landsliðsins, um kaup og kjör, en þetta segir David Ornstein hjá Athletic.
Arsenal hefur rætt við Madueke og teymi hans síðustu daga og er nú samkomulag í höfn.
Ornstein og Fabrizio Romano segja hins vegar að Arsenal og Chelsea hafa ekki enn náð samkomulagi og þá hefur Madueke ekki farið fram á sölu.
Madueke, sem er 23 ára gamall, er sagður einbeittur á að klára HM félagsliða með Chelsea áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína.
Englendingurinn kom til Chelsea frá PSV í byrjun árs 2023, og á þeim tíma skorað 20 mörk í 91 leik.
Athugasemdir