Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley og Palace vilja kaupa sænskan landsliðsmann
Mynd: Ipswich Town
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá áhuga frá úrvalsdeildarfélögum á sænska landsliðsmanninum Jens Cajuste, sem gerði flotta hluti á láni hjá Ipswich Town á síðustu leiktíð.

Cajuste er 25 ára Svíi sem er samningsbundinn Ítalíumeisturum Napoli næstu þrjú árin.

Hann er ekki í áformum Antonio Conte þjálfara Napoli en gæti flutt til Englands eftir að hafa verið einn af fáum björtum punktum í liði Ipswich sem féll niður um deild.

Burnley og Crystal Palace eru meðal úrvalsdeildarliða sem hafa áhuga á Cajuste, en Ipswich vill einnig kaupa leikmanninn sem er talinn vera falur fyrir um 10 milljónir punda.

Það er þó alls ekki víst að Cajuste endi í enska boltanum þar sem hann vakti einnig áhuga fleiri félaga utan landsteinanna. Sky segir að Besiktas og Sevilla séu bæði áhugasöm.

Brentford gæti einnig haft áhuga eftir að hafa reynt að fá Cajuste á láni í fyrra, en leikmaðurinn valdi Ipswich framyfir Brentford.

Cajuste skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í 33 leikjum með Ipswich á síðustu leiktíð. Hann leikur sem varnarsinnaður miðjumaður að upplagi.
Athugasemdir