
ÍBV 5 - 1 Grindavík/Njarðvík
1-0 Allison Grace Lowrey ('27)
2-0 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('31 , sjálfsmark)
3-0 Allison Patricia Clark ('38)
3-1 Danai Kaldaridou ('44)
4-1 Allison Grace Lowrey ('62)
5-1 Milena Mihaela Patru ('79)
1-0 Allison Grace Lowrey ('27)
2-0 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('31 , sjálfsmark)
3-0 Allison Patricia Clark ('38)
3-1 Danai Kaldaridou ('44)
4-1 Allison Grace Lowrey ('62)
5-1 Milena Mihaela Patru ('79)
Lestu um leikinn: ÍBV 5 - 1 Grindavík/Njarðvík
ÍBV tók á móti sameinuðu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í fyrri leik kvöldsins af tveimur í Lengjudeild kvenna.
Eyjakonur byrjuðu af miklum krafti og tók Allison Grace Lowrey forystuna eftir 27 mínútna leik, eftir góða stoðsendingu frá Olgu Sevcova. Olga skapaði svo annað mark skömmu síðar með fyrirgjöf frá vinstri kanti, sem fór af varnarmanni og í netið.
Allison Patricia Clark setti svo þriðja mark heimakvenna á 38. mínútu þegar hún fylgdi marktilraun Olgu eftir með marki. Olga átti því þátt í þremur fyrstu mörkum leiksins, áður en Grindavík/Njarðvík minnkaði muninn.
Danai Kaldaridou skoraði eftir magnað einstaklingsframtak skömmu fyrir leikhlé, þar sem hún fór framhjá fjórum varnarmönnum ÍBV áður en hún lagði boltann snyrtilega framhjá Guðnýju Geirsdóttur markverði. Staðan 3-1 fyrir ÍBV í hálfleik.
Allison Lowrey bætti öðru marki sínu við í síðari hálfleik áður en Milena Patru gerði út um viðureignina með fimmta og síðasta markinu. Lokatölur 5-1 fyrir ÍBV sem er á blússandi siglingu í Lengjudeildinni.
ÍBV trónir á toppi deildarinnar með 25 stig eftir 10 umferðir, en Grindavík/Njarðvík er í fjórða sætinu með 17 stig.
Athugasemdir