Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 03. júlí 2025 23:50
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Sáttur við stigið úr því sem komið var“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í Mosfellsbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Breiðablik

„Það að lenda 2-0 undir gegn Íslandsmeisturunum og ná að snúa því við sýnir trúna og liðsheildina í hópnum og mér fannst það vera mjög öflugt. Þetta er fjórði leikurinn í röð í deildinni sem við lendum í því að lenda undir sem er náttúrulega ekki ætlunin og við þurfum að bæta það. Í öllum leikjunum komum við til baka, jöfnum, og í þremur af þeim erum við að ná í stig þannig það sýnir hvað það er mikil trú í hópnum.“

Afturelding leitar mikið út í breiddina í sínum sóknarleik sem gekk ekki nægilega vel í fyrri hálfleik en það breyttist þó í seinni. Hverju breyttu þeir í hálfleik?

„Við skerptum á ákveðnum hlutum, já, og það var eitt af því sem við fórum yfir og reyndum að gera. Markið náttúrulega, annað markið, kemur þannig. Við komumst upp hérna vinstra megin, frábær fyrirgjöf og frábært spil sem endar á því að Bennsi skorar. Mér fannst mörkin bæði mjög góð og bara hörku öflug frammistaða hjá strákunum í dag.“

Sumarglugginn nálgast óðfluga og aðspurður hvort Afturelding ætli sér að sækja Ísak Snæ Þorvaldsson segir hann: 

„Ísak er frábær leikmaður, Mosfellingur og Aftureldingarmaður í húð og hár, þannig að ef að hann hefur áhuga á að koma hingað þá standa dyrnar alltaf opnar fyrir hann, það er engin spurning. Við viljum hafa þessa öflugu Mosfellinga sem flesta hérna heima hjá okkur. Ef þeir eru að hugsa sér til hreyfings og að koma heim þá held ég að það sé bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270.“

Nánar er rætt við Magnús má í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner