Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 09:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Ráðlegg þeim að lesa ekki neitt af bullinu eftir ykkur"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það myndaðist neikvæð umræða eftir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu er liðið tapaði gegn Finnlandi.

Leikurinn var ekki góður að hálfu íslenska liðsins og endaði hann með 1-0 sigri Finnlands. Næst er það Sviss á sunnudag.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því í viðtali í gær hvort hann væri að ráðleggja leikmönnum að forðast fjölmiðla og samfélagsmiðla eftir svona leiki.

„Þær hafa ekkert með það að gera að fylgjast með því hvað er fjallað um á netmiðlum," sagði Steini. „Það hjálpar þeim ekki neitt."

„Það er eitthvað sem þær ákveða sjálfar. Ég ráðlegg þeim alveg í kringum þetta en á endanum þurfa þær að ákveða sjálfar hvernig þær meðhöndla það. Ég er ekki að banna þeim neitt en ég ráðlegg þeim að lesa ekki neitt af bullinu eftir ykkur," sagði Steini léttur og brosti.
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Athugasemdir
banner