Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 05. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hull í félagaskiptabann til 2027 - Ætla að áfrýja
Mynd: EPA
Hull City er í félagaskiptabanni í sumar en eigandi félagsins er sannfærður um að banninu verði aflétt eftir áfrýjun.

Félagaskiptabannið nær yfir næstu þrjá glugga og gildir því allt þar til í janúar 2027.

Hull var í bullandi fallbaráttu á síðustu leiktíð og rétt slapp við fall úr Championship deildinni á markatölu, eftir að hafa gert jafntefli við Portsmouth í lokaumferðinni. Hull fékk 49 stig úr 46 leikjum, alveg eins og Luton sem féll á markatölu eftir tap í lokaumferðinni.

„Við munum áfrýja þessu banni og erum sannfærðir um að málið verði leyst," segir meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Hull City býst við því að banninu verði aflétt eftir áfrýjun.

Acun Ilicali heitir tyrkneskur eigandi félagsins. Hann segir að það sé allt í góðu með fjárhagsmál félagsins, en talsmenn stuðningsmannahópa segjast eiga erfitt með að treysta orðum hans eftir bannið.
Athugasemdir