Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal gagnrýnt harðlega
Thomas Partey.
Thomas Partey.
Mynd: EPA
Partey í leik með Arsenal á síðasta tímabili.
Partey í leik með Arsenal á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Partey spjaldaður.
Partey spjaldaður.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur verið gagnrýnt harðlega eftir að Thomas Partey, fyrrum miðjumaður liðsins, var í dag ákærður af lögreglunni á Bretlandseyjum fyrir fimm nauðganir og eina árás af kynferðislegum toga.

Það var fyrst sagt frá því að sumarið 2022 að Partey hefði verið handtekinn og breskir fjölmiðlar birtu í dag nafn hans í fyrsta sinn í tengslum við þetta mál. Áður var bara sagt að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn.

Málið hefur verið til rannsóknar í um þrjú ár en á þeim tíma hefur Partey ítrekað spilað með Arsenal. Á nýliðnu tímabili spilaði hann stórt hlutverk er liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar og endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Það hefur verið harðlega gagnrýnt eftir að þessar fréttir komu út í dag þar sem Arsenal var meðvitað um rannsóknina samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Telegraph fjallar um málið og segir að baráttufólk gegn kynferðisofbeldi sé miður sín yfir ákvörðun Arsenal að leyfa Partey að spila áfram á meðan rannsóknin var í gangi. „Þau benda á að í flestum íþróttagreinum yrðu atvinnumenn sjálfkrafa settir í bann um leið og vinnuveitandi þeirra frétti af alvarlegum ásökunum um glæpsamlegt athæfi," segir í greinni.

Þar er einnig vitnað í lögmann sem gagnrýnir ákvörðun Arsenal. „Ég tel það að sakborningurinn í þessum málum hafi getað haldið áfram í starfi sínu sé rangt og sendi greinilega röng skilaboð varðandi svo alvarlegar ásakanir eins og nauðgun og kynferðisofbeldi," segir lögmaðurinn Dino Nocivelli við Telegraph.

Fjölmiðlamaðurinn Zach Lowy bendir á það á samfélagsmiðlinum X hvernig Everton tók á máli Gylfa Þórs Sigurðssonar miðað við hvernig Arsenal tók á máli Partey. Það sé himinn og haf þar á milli þó Gylfi hafi á endanum ekki einu sinni verið ákærður.

„Bara áminning um það að Everton setti Gylfa Sigurðsson, sinn dýrasta leikmann í sögunni til hliðar, eftir að ásakanir komu upp. Hann var ekki einu sinni ákærður, en hann spilaði aldrei fyrir Everton aftur," skrifar Lowy.

Á samfélagsmiðlum má sjá að stuðningsmenn Arsenal eru ekki sáttir með það hvernig félagið höndlaði þetta mál. Arsenal reyndi meira að segja að fá hann til að vera áfram áður en samningur hans rann út á dögunum.

Hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni.






Athugasemdir
banner
banner