Það var fyrst sagt frá því að sumarið 2022 að Partey hefði verið handtekinn og breskir fjölmiðlar birtu í dag nafn hans í fyrsta sinn í tengslum við þetta mál. Áður var bara sagt að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn.
Málið hefur verið til rannsóknar í um þrjú ár en á þeim tíma hefur Partey ítrekað spilað með Arsenal. Á nýliðnu tímabili spilaði hann stórt hlutverk er liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar og endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Það hefur verið harðlega gagnrýnt eftir að þessar fréttir komu út í dag þar sem Arsenal var meðvitað um rannsóknina samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Telegraph fjallar um málið og segir að baráttufólk gegn kynferðisofbeldi sé miður sín yfir ákvörðun Arsenal að leyfa Partey að spila áfram á meðan rannsóknin var í gangi. „Þau benda á að í flestum íþróttagreinum yrðu atvinnumenn sjálfkrafa settir í bann um leið og vinnuveitandi þeirra frétti af alvarlegum ásökunum um glæpsamlegt athæfi," segir í greinni.
Þar er einnig vitnað í lögmann sem gagnrýnir ákvörðun Arsenal. „Ég tel það að sakborningurinn í þessum málum hafi getað haldið áfram í starfi sínu sé rangt og sendi greinilega röng skilaboð varðandi svo alvarlegar ásakanir eins og nauðgun og kynferðisofbeldi," segir lögmaðurinn Dino Nocivelli við Telegraph.
Fjölmiðlamaðurinn Zach Lowy bendir á það á samfélagsmiðlinum X hvernig Everton tók á máli Gylfa Þórs Sigurðssonar miðað við hvernig Arsenal tók á máli Partey. Það sé himinn og haf þar á milli þó Gylfi hafi á endanum ekki einu sinni verið ákærður.
„Bara áminning um það að Everton setti Gylfa Sigurðsson, sinn dýrasta leikmann í sögunni til hliðar, eftir að ásakanir komu upp. Hann var ekki einu sinni ákærður, en hann spilaði aldrei fyrir Everton aftur," skrifar Lowy.
Á samfélagsmiðlum má sjá að stuðningsmenn Arsenal eru ekki sáttir með það hvernig félagið höndlaði þetta mál. Arsenal reyndi meira að segja að fá hann til að vera áfram áður en samningur hans rann út á dögunum.
Hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni.
Just a reminder that Everton immediately suspended their record signing Gylfi Sigurdsson after his allegations surfaced. He wasn’t even charged, but he never played for Everton again.
— Zach Lowy (@ZachLowy) July 4, 2025
Compare that to how Arsenal have treated Thomas Partey…it’s night and day. pic.twitter.com/NHIlr673WM
The club, Mikel Arteta and everyone else involved should be ashamed that they employed Thomas Partey and continued playing him, whilst everyone knew it was him.
— Met. (@AFCMet) July 4, 2025
Then to try and get him to stay with a new contract? Absolutely awful from everyone
Today, I feel ashamed to be an Arsenal fan.
— Eduardo Hagn (@EduardoHagn) July 4, 2025
Mikel Arteta, the board and everyone who supported Thomas Partey have much to answer for.
The club even wanted to renew him.
Big stain on this institution.
The only positive is that he is gone.
Whoa.. so all the rumours were true. And the charges involve THREE women. Partey is innocent until proven guilty, but Arsenal will now face some very difficult questions about the decision to let him continue to play for 3 years, on full pay. What did the police tell the club? https://t.co/Ae8A8vJiJE
— Piers Morgan (@piersmorgan) July 4, 2025
This club tried to offer Partey a new contract bro. pic.twitter.com/inPrMgcyLl
— Sxnti (@PeakSxnti) July 4, 2025