
Grindavík tók á móti Njarðvík í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Grindavík mátti þola þriðja stóra tapið í röð í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 5 Njarðvík
„Mikil vonbrigði með byrjunina á leiknum" sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir leikinn í kvöld.
„Þeir klára þetta bara á fyrstu tuttugu mínútum áður en að við mætum bara til leiks í rauninni"
„Í kjölfarið á því fer svo fram ágætis fótboltaleikur en hann var nátturlega tapaður fyrir okkur. Þetta var kjaftshögg í byrjun sem að drap okkur"
Grindavík lentu fjórum mörkum undir strax í byrjun leiks og það henti öllu leikplani út um þúfur.
„Leikplanið í sjálfu sér skiptir ekki öllu máli ef að menn tapa öllum návígjum, hitta ekki á samherja og allt gengur bara á afturfótunum"
„ Við gerðum breytingar eins fljótt og við gátum en það var þá orðið allt of seint. Leikplanið fór vissulega út um gluggan snemma leiks í dag"
Grindavík fær ekki mikinn tíma til að leikja sárin en þeir mæta nágrönnum sínum í Keflavík í frestuðum leik á mánudaginn kemur.
„Við verðum bara komnir í 5-0 eftir tuttugu mínútur örugglega. Við erum ólíkindatól"
„Ég horfi bara í að við verðum betri í þeim leik heldur en í þessum leik. Það væri góð byrjun eftir tvo skelli að gefa alvöru leik, jafnan leik. Það væri mikil framför þannig ég ætla ekki að vera frekur en við erum með spræka gaura sem að eru fit og klárir. Við þurfum að bæta heimavallar árangurinn og Keflavík er bara drauma mótherji akkúrat núna, grannarnir"
Nánar er rætt við Harald Árna Hróðmarsson þjálfara Grindavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
2. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
5. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
6. Keflavík | 10 | 4 | 3 | 3 | 19 - 14 | +5 | 15 |
7. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
8. Grindavík | 10 | 3 | 2 | 5 | 24 - 30 | -6 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |