Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís æfði heldur ekki í dag
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var ekki með á landsliðsæfingu Íslands annan daginn í röð.

Hún þurfti að fara af velli í hálfleik gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM á miðvikudag og er ekki búin að ná sér að fullu.

Ísland undirbýr sig fyrir leik gegn heimakonum í Sviss á sunnudag. Leikurinn gegn Finnlandi tapaðist 0-1 og Sviss tapaði 1-2 gegn Noregi í sínum fyrsta leik.

Glódís hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga og er vonandi að hún geti spilað gegn Sviss á sunnudag.
Athugasemdir
banner