Kjartan Már Kjartansson var í gær tilkynntur sem nýr leikmaður skosku bikarmeistaranna í Aberdeen. Í tilkynningu Stjörnunnar kemur fram að hann sé tólfti leikmaðurinn sem félagið selur erlendis á innan við fimm árum.
Miðjumaðurinn efnilegi hefur verið á blaði hjá mörgum félögum erlendis í talsverðan tíma og er Aberdeen ekki eina félagið sem hefur reynt að fá hann.
Erik Edman, fyrrum leikmaður Tottenham og sænska landsliðsins, er njósnari hjá Aberdeen og kemur fram í tilkynningu Stjörnunnar að hann hafi lengi fylgst með Stjörnunni og leikmönnum félagsins.
Miðjumaðurinn efnilegi hefur verið á blaði hjá mörgum félögum erlendis í talsverðan tíma og er Aberdeen ekki eina félagið sem hefur reynt að fá hann.
Erik Edman, fyrrum leikmaður Tottenham og sænska landsliðsins, er njósnari hjá Aberdeen og kemur fram í tilkynningu Stjörnunnar að hann hafi lengi fylgst með Stjörnunni og leikmönnum félagsins.
„Það er frábært að Kjartan skuli taka skrefið erlendis en það hefur verið mikill áhugi á honum víða og við erum sannfærð um að þetta skref sé ákaflega spennandi og henti Kjartani vel enda taka við honum aðilar sem við treystum vel þar sem Jimmy Thelin fyrrum þjálfari Elfsborg er við stjórnvölinn og Eric Edman er í hlutverki njósnara en hann hefur fylgst lengi með Stjörnunni og leikmönnum félagsins. Ennfremur er ánægjulegt hversu vel félögin hafa náð saman og allt ferlið hefur verið mjög vel unnið hjá Steven Gunn yfirmanni knattspyrnumála og félögum hjá Aberdeen. Við hlökkum til að fylgjast með Kjartani taka næstu skref á sínum ferli í skosku úrvalsdeildinni," segir Helgi Hrannarr Jónsson sem er formaður meistaraflokksráðs karla.
Kjartan skrifar undir fjögurra ára samning við skoska félagið. Hann verður sjötti Íslendingurinn til að spila með Aberdeen en hinir fimm eru Kári Árnason, Þórarinn Brynjar Kristjánsson, Calum Þór Bett, Baldur Bett og Haraldur Ingólfsson.
Athugasemdir