Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur fyrirliði Burnley er samningslaus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Framtíð Josh Brownhill fyrirliða Burnley er óljós þar sem samningur hans við félagið er runninn út.

Brownhill er 29 ára gamall og er eftirsóttur af úrvalsdeildarfélögum, þar sem West Ham United og Everton hafa bæði verið nefnd til sögunnar.

Scott Parker þjálfari Burnley taldi það vera forgangsmál fyrir Burnley að semja við Brownhill í sumar, en þær viðræður virðast ekki hafa gengið upp.

Undirbúningstímabilið hefst eftir helgi og er ekkert sem bendir til þess að Brownhill verði búinn að skrifa undir samning við Burnley fyrir það.

Leikmenn Burnley kusu Brownhill sem besta leikmann liðsins á síðustu leiktíð er Burnley endaði í öðru sæti Championship deildarinnar til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir eins árs fjarveru. Burnley endaði með 100 stig alveg eins og topplið Leeds, en með verri markatölu. Burnley hafði þó betur í innbyrðisviðureignunum gegn Leeds, en það telur ekki.

Brownhill kom að 24 mörkum í 44 leikjum á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað 211 leiki í heildina á fimm og hálfu ári hjá Burnley.

Thomas Partey, Dominic Calvert-Lewin og Kyle Walker-Peters eru meðal samningslausra leikmanna í sumar, ásamt Kurt Zouma, Nélson Semedo og Junior Firpo.

Aðrir öflugir leikmenn eru einnig samningslausir utan Englands, þar sem má helst nefna Marco Verratti og Akram Afif.
Athugasemdir
banner