Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Öruggt hjá Spáni gegn Portúgal
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spain W 5 - 0 Portugal W
1-0 Esther Gonzalez ('2 )
2-0 Vicky Lopez ('7 )
3-0 Alexia Putellas ('41 )
4-0 Esther Gonzalez ('43 )
5-0 Cristina Martin Prieto ('90 )

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Portúgal mætti til leiks á EM kvenna. Portúgalinn Diogo Jota og bróðir hans Andre Silva hafa verið í huga allra eftir að fréttir bárust að því að þeir létust í bílslysi í nótt.

Þeirra var minnst fyrir leikinn og Francisco Neto, þjálfari portúgalska landsliðsins, átti eðlilega erfitt með að fela tilfinningarnar sínar.

Þetta var erfiður leikur fyrir portúgalska liðið en Spánn komst yfir strax í upphafi og þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 2-0.

Alexia Putellas bætti þriðja marki Spánar við og Esther Gonzalez bætti því fjórða við áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var ekki fyrr en í blá lokin sem Cristina Marin Prieto skoraði fimmta mark Spánvarja og innsiglaði sigurinn.

Spánn er á toppnum í B-riðli með jafn mörg stig og ítalía sem vann Belgíu fyrr í dag.
Athugasemdir
banner