
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu á sunnudag. Það er afar mikilvægur fyrir íslenska liðið og lífsnauðsynlegt að fá góð úrslit þar.
Fyrsti leikur á mótinu var gegn Finnlandi og endaði hann með 1-0 sigri Finnlands þar sem íslenska liðið náði sér ekki á strik.
Fyrsti leikur á mótinu var gegn Finnlandi og endaði hann með 1-0 sigri Finnlands þar sem íslenska liðið náði sér ekki á strik.
Leikurinn var gerður upp í EMvarpinu í gær en rætt var um það í þættinum að bakverðir Íslands hefðu ekki náð sér á strik gegn Finnlandi. Guðrún Arnardóttir, einn besti miðvörður sænsku úrvalsdeildarinnar, byrjaði í bakverðinum eins og hún hefur verið að gera að undanförnu. Henni virðist ekki líða sérlega vel þar.
„Hún er bara miðvörður. Það er þar sem hún er að spila hjá sínu félagsliði og þar hefur hún skinið hvað skærst. Við erum ótrúlega vel settir af miðvörðum að þetta er ábyggilega mjög mikill hausverkur," sagði Aron Guðmundsson í EMvarpinu.
„Ég hef stundum kallað eftir því að við förum í þriggja manna vörn. Við erum með vængbakverðina í það," sagði undirritaður í þættinum og bætti við: „Fara bara í einhverja Amorim taktík og blása þetta upp, en það er kannski ekki tími í það núna."
Frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu hefur Ísland ekki spilað með þriggja hafsenta línu en liðið gerði það með lélegum árangri á EM 2017. Til gamans gert þá stilltum við íslenska liðinu upp í það kerfi sem Amorim hefur verið að vinna með síðustu árin og má sjá það hér fyrir neðan.

Alls ekki slæmt lið, en eins og áður segir þá er erfitt að breyta um kerfi á Evrópumótinu ef þú hefur ekki verið að æfa eða þróa það áfram.
Amorim er líklega frægasti stjóri í heimi í dag sem vinnur með þriggja hafsenta kerfi. Árangur hans með Manchester United á síðastliðnu tímabili var hörmulegur en þar áður náði hann virkilega góðum árangri með Sporting í Portúgal.
Athugasemdir