Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Man Utd í teymið hjá Arteta
Mynd: EPA
Gabriel Heinze, fyrrum varnarmaður Man Utd og Real Madrid, verður í þjálfarateymi Mikel Arteta hjá Arsenal á næstu leiktíð. The Athletic greinir frá þessu.

Heinze kemur inn í teymið eftir að Carlos Cuesta yfirgaf það og gerðist þjálfari Parma á Ítalíu.

Arteta og Heinze þekkjast vel því þeir voru samherjar hjá PSG tímabilið 2001-2002.

„Tveir af þeim sem gáfu mér innblástur voru (Mauricio) Pochettino og Heinze, þeir voru alltaf til taks og leiðbeintu mér í einu og öllu, hvernig ég ætti að skilja leikinn," sagði Arteta fyrir síðasta tímabil.

Heinze lék m.a. með Man Utd frá 2004-2007 en hann vann úrvalsdeildina tímabilið 2006-2007. Þessi 47 ára gamli Argentínumaður lagði skóna á hilluna árið 2014. Hann hefur þjálfað bæði í Argentínu og í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner